Viðskipti innlent

Verslað fyrir 44 milljónir á dag

Heildarviðskipti með hlutabréf í nýliðnum mánuði námu rúmum 935 milljónum króna, eða 44 milljónum að meðaltali á dag. Þessu til samanburðar nam hlutabréfaveltan 661 milljón, eða 30 milljónum króna á dag, í mánuðinum á undan.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í mánaðaryfirliti Kauphallarinnar um veltu með hlutabréf.

Mest var veltan með hlutabréf stoðtækjafyrirtækisins Össurar, eða fyrir 512 milljónir. Á eftir fylgdi velta með hlutabréf Marels upp á 318 milljónir króna. Viðskipti með önnur hlutabréf námu rétt rúmum hundrað milljónum króna.

Íslandsbanki var með mestu hlutdeildina á hlutabréfamarkaði í mánuðinum, eða 43,9 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×