Haffi Haff og Páll Óskar stilla saman strengi sína 17. júlí 2010 10:00 Páll Óskar og Haffi Haff ætla að koma saman fram í fyrsta sinn á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. Einn ástsælasti söngvari landsins, Páll Óskar Hjálmtýsson, og sá frumlegasti í bransanum, Haffi Haff, eru með sameiginlega tónleika í kvöld. Páll Óskar lofar miklu stuði en hann telur Haffa vera rísandi stjörnu sem eigi koma sér út fyrir landsteinana. „Ég skellti mér á útgáfutónleika Haffa fyrir nokkru og varð alveg heillaður. Þetta voru flottustu útgáfutónleikar sem ég hef upplifað á Íslandi, ég meina það," segir Páll Óskar en hann vill meina að Haffi Haff hafi brotið blað í íslenskri popptónlistarsögu með tónleikunum. Honum fannst hann því þurfa að kynna og sýna fleirum hvað Haffi Haff er að gera en fyrsta plata hans, Freak, kom út fyrir stuttu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum að vinna saman en við höfum lent í því að troða upp á sömu tónleikunum og erum með svipaðan aðdáendahóp. Núna er það bara ég sem er að hita upp fyrir Haffa," segir Páll Óskar en hann segir að enginn aðdáandi popptónlistar megi láta sýninguna hans Haffa framhjá sér fara. Tónleikarnir eru meiri sviðssýning og Páll Óskar líkir Haffa Haff við poppstjörnuna Lady GaGa. „Allt er geðveikt. Dansarnir, búningarnir og svo finnst mér tónlistin hans frábær. Vel dansvæn," segir hann og bætir við hann telji að Haffi eigi möguleika á því að gera það gott úti í hinum stóra heimi. „Haffi á að fara út til New York eða Los Angeles og gerast hommastjarna. Hommarnir myndu éta hann þarna úti." Páll segir að þeir félagarnir verði hvor með sitt prógrammið en að þeir muni líka taka eitt eða fleiri lög saman. „Haffi bað sérstaklega um að fá að syngja lagið mitt, Sama hver þú ert, með mér, hann hefur víst mikið dálæti á því lagi. Við erum búnir að æfa það saman og svo er aldrei að vita nema við tökum fleiri," segir Páll Oskar spenntur fyrir góðu kvöldi. Tónleikarnir eru sem fyrr segir í á skemmtistaðnum Nasa og húsið opnar á miðnætti. Miðaverð er 1.000 krónur og seljast við innganginn. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Einn ástsælasti söngvari landsins, Páll Óskar Hjálmtýsson, og sá frumlegasti í bransanum, Haffi Haff, eru með sameiginlega tónleika í kvöld. Páll Óskar lofar miklu stuði en hann telur Haffa vera rísandi stjörnu sem eigi koma sér út fyrir landsteinana. „Ég skellti mér á útgáfutónleika Haffa fyrir nokkru og varð alveg heillaður. Þetta voru flottustu útgáfutónleikar sem ég hef upplifað á Íslandi, ég meina það," segir Páll Óskar en hann vill meina að Haffi Haff hafi brotið blað í íslenskri popptónlistarsögu með tónleikunum. Honum fannst hann því þurfa að kynna og sýna fleirum hvað Haffi Haff er að gera en fyrsta plata hans, Freak, kom út fyrir stuttu. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum að vinna saman en við höfum lent í því að troða upp á sömu tónleikunum og erum með svipaðan aðdáendahóp. Núna er það bara ég sem er að hita upp fyrir Haffa," segir Páll Óskar en hann segir að enginn aðdáandi popptónlistar megi láta sýninguna hans Haffa framhjá sér fara. Tónleikarnir eru meiri sviðssýning og Páll Óskar líkir Haffa Haff við poppstjörnuna Lady GaGa. „Allt er geðveikt. Dansarnir, búningarnir og svo finnst mér tónlistin hans frábær. Vel dansvæn," segir hann og bætir við hann telji að Haffi eigi möguleika á því að gera það gott úti í hinum stóra heimi. „Haffi á að fara út til New York eða Los Angeles og gerast hommastjarna. Hommarnir myndu éta hann þarna úti." Páll segir að þeir félagarnir verði hvor með sitt prógrammið en að þeir muni líka taka eitt eða fleiri lög saman. „Haffi bað sérstaklega um að fá að syngja lagið mitt, Sama hver þú ert, með mér, hann hefur víst mikið dálæti á því lagi. Við erum búnir að æfa það saman og svo er aldrei að vita nema við tökum fleiri," segir Páll Oskar spenntur fyrir góðu kvöldi. Tónleikarnir eru sem fyrr segir í á skemmtistaðnum Nasa og húsið opnar á miðnætti. Miðaverð er 1.000 krónur og seljast við innganginn.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“