Lífið

Á leiðinni til LA á fund The Charlies

StopWaitGo ætla nú að koma lögum sínum á framfæri með aðstoð The Charlies
StopWaitGo ætla nú að koma lögum sínum á framfæri með aðstoð The Charlies

„Við reiknum með að fara í ágúst og vera í tvær til þrjár vikur segir,“ Pálmi Ragnar Ásgeirsson, meðlimur StopWaitGo.

Pálmi Ragnar, Ásgeir Orri bróðir hans og Sæþór Kristjánsson, félagi þeirra skipa lagahöfunda- og upptökuteymið StopWaitGo. Þeir eru á leiðinni til Los Angeles að hitta stúlkurnar í The Charlies, áður Nylon, og reyna að koma sér á framfæri í stjörnuborginni.

„Þetta verið nokkurn veginn samstarfsverkefni á milli okkar og stelpnanna í The Charlies frá upphafi,“ segir Pálmi. „Við erum búnir að vera að semja og taka upp lög fyrir þær og í staðinn eru þær að koma okkur, lögunum okkar og samstarfinu á framfæri úti.“

Strákarnir í StopWaitGo sömdu og tóku upp lagið Geðveikt fínn gaur með grínistanum Steinda jr og Ásgeir úr teyminu syngur og leikur í myndbandinu. Lagið hefur vakið mikla athygli, en Pálmi segir strákanna einnig hafa fengið mikið lof að utan fyrir lögin þeirra sem Charlies-stúlkurnar tóku með sér til Los Angeles. Þegar út er komið vonast strákarnir til með að ná athygli þeirra sem sjá um að dreifa lögum til listamanna.

„Stelpurnar ætla að vera búnar að bóka fundi með einhverjum af þeim mögnuðu tengiliðum sem þær eru búnar að kynnast síðan þær komu út,“ segir Pálmi. „Þær eru búnar að hitta fólk sem er með því frægasta í Bandaríkjunum.“

- ls






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.