Laus ró hefti framför Schumachers 6. apríl 2010 12:10 Schumacher lenti í vandræðum um helgina og varð að hætta keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig. Stigagjöfin hefur reyndar breyst mikið, þannig að góður árangur skilar vænum stigum. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18 og þriðja 15 og svo færri stig eftir því sem neðar dregur. Það er því dýrkeypt að falla úr leik, en að sama skapi eru menn fljótir að vinna sig upp listann ef vel gengur. "Það var synd að ég gat ekki lokið mótinu. Ég hélt fyrst að fjöðrunin hefði bilað að aftan, en ró á vinstra afturdekkinu týndist. Bíllinn var hálf stjórnlaus í sjöttu beygju og ég gat varla stýrt honum og hann dreif ekki áfram", sagði Schumacher. "Þetta var óvenjulegt og gerðist aldrei á æfingum og þetta er eitthvað sem þarf að skoðast. Ég vildi ljúka mótinu og tel ég hefði getað gert vel. En svona er kappakstur og ekkert hægt að æsa sig yfir þessu. Ég er ánægður fyrir hönd Nico, sem komst á verðlaunapall og það var gott fyrir liðið", sagði Schumacher. Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig. Stigagjöfin hefur reyndar breyst mikið, þannig að góður árangur skilar vænum stigum. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18 og þriðja 15 og svo færri stig eftir því sem neðar dregur. Það er því dýrkeypt að falla úr leik, en að sama skapi eru menn fljótir að vinna sig upp listann ef vel gengur. "Það var synd að ég gat ekki lokið mótinu. Ég hélt fyrst að fjöðrunin hefði bilað að aftan, en ró á vinstra afturdekkinu týndist. Bíllinn var hálf stjórnlaus í sjöttu beygju og ég gat varla stýrt honum og hann dreif ekki áfram", sagði Schumacher. "Þetta var óvenjulegt og gerðist aldrei á æfingum og þetta er eitthvað sem þarf að skoðast. Ég vildi ljúka mótinu og tel ég hefði getað gert vel. En svona er kappakstur og ekkert hægt að æsa sig yfir þessu. Ég er ánægður fyrir hönd Nico, sem komst á verðlaunapall og það var gott fyrir liðið", sagði Schumacher.
Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira