Lífið

Penélope Cruz gengin út

Penélope Cruz og Javier Bardem giftu sig í byrjun júlí. MYND/Cover Media
Penélope Cruz og Javier Bardem giftu sig í byrjun júlí. MYND/Cover Media

Spænsku leikararnir Penélope Cruz, 36 ára, og Javier Bardem, 41 árs, eru gift.

Þau hafa verið kærustupar síðan árið 2007 en undanfarin ár hafa þau lagt sig fram við að halda persónulega lífi sínu fjarri fjölmiðlum.

Fjölmiðlafulltrúi Penélope hefur staðfest að hún og Javier eru hjón.

Brúðkaupið fór fram fyrr í þessum mánuði á heimili vinafólks þeirra á Bahamas þar sem aðeins nánustu ættingjar voru viðstaddir athöfnina.

Penélope klæddist kjól eftir John Galliano. Meira fær almenningur ekki að vita.

Vertu með okkur á Facebook...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.