Lífið

Kærasta kemur upp um piparsvein í Bachelorette

Ali Fedotowsky velur sér piparsvein innan tíðar.
Ali Fedotowsky velur sér piparsvein innan tíðar.

Ef marka má bandarísku slúðurpressuna þá mega aðdáendur Bachelorette eiga von á mikilli dramatík. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var einn þáttur tekinn upp hér á Íslandi.

Eftir því sem fram kemur á erlendum vefsíðum þá virðist einn piparsveinanna eiga kærustu fyrir sem ryðst inn í sjónvarpsútsendinguna og afhjúpar maka sinn.

Ali Fedotowsky og níu vonbiðlar hennar drukku í sig rómantískar stundir á Íslandi og það verður forvitnilegt að sjá hvernig landið kemur út en fyrsti þátturinn fer í loftið þann 24. maí.

Hér er stutt sýnishorn úr þáttunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.