Lífið

Þjóðverjar vilja íslenskan Bankster

Guðmundur Óskarsson hefur hafið útrás þar sem íslenskir bankar spila áður óþekkta rullu.
Guðmundur Óskarsson hefur hafið útrás þar sem íslenskir bankar spila áður óþekkta rullu.
Guðmundur Óskarsson verður kominn í góðan félagsskap alþjóðlegra skálda þegar þýska forlagið Frankfurter Verlagsanstalt gefur út bók hans, Bankster á næsta ári.

Ormsstunga samdi nýlega við Þjóðverjana um þýðingarrétt á skáldsögunni, sem vann Íslensku bókmenntaverðlaunin í vetur. Forlagið er er gamalgróið og virt útgáfufyrirtæki. Það gefur árlega út fáar en vel valdar bækur eftir afbragðshöfunda og einbeitir sér ekki síst að kröftugum og hæfileikaríkum ungum höfundum sem vænta má mikils af í náinni framtíð, en þannig var Guðmundi einmitt lýst þegar hann fékk verðlaunin í vetur. Á undanförnum árum hefur forlagið vakið athygli fyrir að synda móti straumnum með því að hafa uppi á óvenjulegum röddum í heimi bókmenntanna.

Hinn þýski Bankster kemur út haustið 2011. Bókin fjallar um ungan bankamann sem missir vinnuna, líkt og kom fyrir Guðmund sjálfan en hann vann hjá Landsbankanum fyrir hrun. Sagan gerist einmitt veturinn 2008-2009. Frásögnin, sem er margslungin, lágstemmd og næstum ljóðræn („fantavel skrifuð", sagði einn gagnrýnandinn), er þegar upp er staðið ekki síst stúdía um framtíðarmissi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.