Vettel fremstur á ráslínu 13. mars 2010 12:41 Fremstu menn á ráslínu. Massa, Vettel og Alonso. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira