Körfubolti

Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er búinn að finna sér erlendan leikmann.
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er búinn að finna sér erlendan leikmann. Mynd/Daníel
Karla- og kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildunum hafa komist að samkomulagi við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með þeim á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en bæði liðin er nú stödd í æfingaferð í Danmörku.

Hjá karlaliðinu hefur Valentino Maxwell ákveðið að ganga til liðs við Keflavík og mun hann koma til landsins eftir helgi. Maxwell er fæddur 1985, 193cm á hæð og með ítalskt vegabréf sem þýðir að Keflvíkingar geta fengið annað bandarískan leikmanna til sín.

Valentino Maxwell spilar stöðu skotbakvarðar og framherja, en hann spilaði með Umana Reyer Venezia á Ítalíu á síðasta tímabili. Áður lék hann í Ungverjalandi og með Concordia háskólanum í Texas.

Maxwell er mikill háloftafugl og má finna tilþrif og troðslur hjá honum á Youtube. Hér má sjá nokkur góð tilþrif með honum þegar hann spilaði með Deke í ungverksku deildinni 2008-2009.

Hjá kvennaliðinu hefur Jacqueline Adamshick ákveðið að ganga til liðs við Keflavík og kemur hún til landsins eftir helgi. Adamshick er fædd 1983 og spilaði hún áður með Villanova háskólanum. Hún er 183cm á hæð, en hún spilaði hjá þýska liðinu Keltern á síðustu leiktíð.

Jacqueline Adamshick er fjölhæfur stór leikmaður. Hún var með 13,1 stig, 8 fráköst og 2,6 stoðsendingar á sínu lokaári í Villanova háskólanum og var síðan með 17,3 stig og 11,4 fráköst að meðaltali þegar hún lék með SiSU í dönsku deildinni 2008-09.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×