Viðskipti innlent

SA: Misvísandi skilaboð um hagþróun

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.

Samtök atvinnulífsins vilja vekja sérstaka athygli á þýðingu fjárfestinga fyrir íslenskt samfélag nú þegar afar misvísandi skilaboð um hagþróun koma fram og skapa mikla óvissu um þróun atvinnulífsins og efnahags þjóðarinnar.

Þróun á vinnumarkaði sýnir minnkandi atvinnuleysi og að fjöldi starfa á fyrri árshelmingi þessa árs hafi verið svipaður og í fyrra.

Í síðustu viku birti Hagstofan svo aðrar tölur sem gefa til kynna að afraksturinn af störfum þjóðarinnar hafi verið 7,3% samdráttur í landsframleiðslu milli fyrri árshelminga 2009 og 2010 og leiðrétti þannig niður á við fyrri tölur um hagvöxt í byrjun þessa árs og í lok þess síðasta.

Yfirlýsingu SA má lesa hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×