Lífið

Leitað að 12 til 14 ára kvikmyndaleikara

Þorsteinn Guðmundsson skrifaði handritið að Okkar eigin Osló og leikur aðalhlutverkið.
Þorsteinn Guðmundsson skrifaði handritið að Okkar eigin Osló og leikur aðalhlutverkið.

Eftir tæpar þrjár vikur hefjast tökur á gamanmyndinni Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Framleiðendur leita því logandi ljósi að 12 til 14 ára dreng sem á að leika son Brynhildar Guðjónsdóttur og Hilmis Snæs Guðnasonar í myndinni.

Þeir sem hafa áhuga geta sent upplýsingar um reynslu í leiklist, nýlega ljósmynd og símanúmer forráðamanna á tölvupóstinn sara@ljosband.is.

Myndin gerist í Osló, í sumarhúsahverfi við Þingvallavatn og í Reykjavík. Þorsteinn Guðmundsson skrifaði handritið og leikur jafnframt aðalhlutverkið, Harald. Hann er verkfræðingur hjá Marel sem kynnist Vilborgu, sem er nýbúin að missa vinnuna í bankanum vegna slakrar frammistöðu.

Húmorinn í myndinni er sagður galsafenginn en stefnt er að því að frumsýna hana í febrúar. Framleiðendur myndarinnar eru þær Hrönn Kristinsdóttir og Anna María Karlsdóttir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.