Bjargaði og hýsti fálka 1. október 2010 03:00 Turnfálkinn Tegundin er náskyld íslenska smyrlinum og lík honum í útliti. myndir/óskar P. Friðriksson Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu. Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu.
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira