Takk fyrir mig Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar 8. mars 2010 06:00 Í dag langar mig að þakka fyrir það að ég hef kosningarétt. Mig langar þakka fyrir það að hafa fengið að mennta mig í háskóla. Ég vil þakka konunum sem á undan komu fyrir alla þeirra vinnu sem hefur skilað árangri fyrir mig og kynsystur mínar. Takk fyrir réttinn til að stunda launaða vinnu og eiga mínar eigin eignir. Takk fyrir frelsið til að velja. Hetjurnar sem á undan komu Í dag eru alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Hann er haldinn hátíðlegur um allan heim til að minnast þess árangurs sem hefur náðst í því að jafna rétt kvenna og karla en ekki síður til að minna á hvað á eftir að gera. Konurnar sem á undan mér komu og gerðu að veruleika þau mannréttindi og lífsgæði sem mér þykja sjálfsögð þurftu að leggja mikið á sig. Konur þurftu að berjast fyrir þeim með blóði, svita og tárum. Olympe de Gouges sem skrifaði yfirlýsingu um réttindi kvenna á tímum frönsku byltingarinnar var síðar líflátin. Bandarískar kvenfrelsiskonur í upphafi 20. aldarinnar voru fangelsaðar og fóru í hungurverkfall fyrir málstað sinn; það að konur fengju að kjósa. Íslenskar kvenréttindakonur þurftu að þola það að vera álitnar nornir, óhæfar mæður og haldnar einhverju óeðli þegar þær settu fram kröfur sínar um jafnrétti til náms og kjörgengis.Dauðans alvara Það að konur hætti lífi sínu fyrir málstaðinn er ekki eitthvað sem heyrir sögunni til. Í sumar hitti ég yfirkonu UNIFEM í Afganistan sem sagði mér að starfsfólkið hennar væri í stöðugri hættu. Þetta eru raunverulegar aðstæður kvenna víða um heim. Konur leggja þetta á sig vegna þess að baráttan er upp á líf og dauða. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og kynbundið ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert. Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría til samans. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur lýst ofbeldi gegn konum sem faraldri sem þurfi að stöðva. Hann segir þetta sé eitthvert útbreiddasta og algengasta mannréttindabrot í heimi. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku sagði hann meðal annars að vinnu að friði, öryggi og sjálfbærri þróun í heiminum sé stefnt í voða ef ekki er sérstaklega unnið að því að frelsa konur og stúlkur undan misrétti og fátækt.Vikivaki jafnréttisins Í ár eru liðin 100 ár síðan konur úr verkalýðshreyfingunni komu saman í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn og ákváðu að tileinka einn dag árlega alþjóðlegri baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Síðan þá hefur margt áunnist en engu að síður svipar þessari baráttu frekar til vikivaka en beinnar vegferðar þar sem stigin eru tvö skref fram og eitt til baka. Við sjáum jákvæðar breytingar með aukinni menntun kvenna, þátttöku á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þó að konur skipi aðeins 18% þingsæta í heiminum hafa þær nú réttinn til þátttöku í langflestum ríkjum heims. En á sama tíma verður umfang annarra vandamála eins og mansals stærra og alvarlegra. Í sumar fer fram heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Suður-Afríku. Þess er beðið með mikilli eftirvæntingu og vona suður-afrískar konur og karlar að mótið muni færa landinu efnahagslega velmegun. Kvennahreyfingar í Afríku og alþjóðlega eru þó á nálum því nokkuð ljóst þykir að mansal frá fátækum nágrannaríkjum kemur til með að aukast í tengslum við keppnina.Krafturinn Á Íslandi eigum við enn langt í land með jafnréttið en það sem íslenskum konum þykir sjálfsagt mál eins og að geta menntað sig, valið sér sinn eigin maka og eignast börn með aðstoð læknis eða ljósmóður er fjarlægur veruleiki systra okkar víða um heim. Um allan heim starfa kvennahreyfingar af miklum krafti. Um allan heim er fjöldi fólks að vinna að því að binda endi á ofbeldi gegn konum. Leyfum þeim að njóta sín og blómstra. Nýtum alþjóðlegan baráttudag kvenna til að íhuga hvernig hægt er að leggja hönd á plóg og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti og friði. Höfundur er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í dag langar mig að þakka fyrir það að ég hef kosningarétt. Mig langar þakka fyrir það að hafa fengið að mennta mig í háskóla. Ég vil þakka konunum sem á undan komu fyrir alla þeirra vinnu sem hefur skilað árangri fyrir mig og kynsystur mínar. Takk fyrir réttinn til að stunda launaða vinnu og eiga mínar eigin eignir. Takk fyrir frelsið til að velja. Hetjurnar sem á undan komu Í dag eru alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Hann er haldinn hátíðlegur um allan heim til að minnast þess árangurs sem hefur náðst í því að jafna rétt kvenna og karla en ekki síður til að minna á hvað á eftir að gera. Konurnar sem á undan mér komu og gerðu að veruleika þau mannréttindi og lífsgæði sem mér þykja sjálfsögð þurftu að leggja mikið á sig. Konur þurftu að berjast fyrir þeim með blóði, svita og tárum. Olympe de Gouges sem skrifaði yfirlýsingu um réttindi kvenna á tímum frönsku byltingarinnar var síðar líflátin. Bandarískar kvenfrelsiskonur í upphafi 20. aldarinnar voru fangelsaðar og fóru í hungurverkfall fyrir málstað sinn; það að konur fengju að kjósa. Íslenskar kvenréttindakonur þurftu að þola það að vera álitnar nornir, óhæfar mæður og haldnar einhverju óeðli þegar þær settu fram kröfur sínar um jafnrétti til náms og kjörgengis.Dauðans alvara Það að konur hætti lífi sínu fyrir málstaðinn er ekki eitthvað sem heyrir sögunni til. Í sumar hitti ég yfirkonu UNIFEM í Afganistan sem sagði mér að starfsfólkið hennar væri í stöðugri hættu. Þetta eru raunverulegar aðstæður kvenna víða um heim. Konur leggja þetta á sig vegna þess að baráttan er upp á líf og dauða. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og kynbundið ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert. Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría til samans. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur lýst ofbeldi gegn konum sem faraldri sem þurfi að stöðva. Hann segir þetta sé eitthvert útbreiddasta og algengasta mannréttindabrot í heimi. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku sagði hann meðal annars að vinnu að friði, öryggi og sjálfbærri þróun í heiminum sé stefnt í voða ef ekki er sérstaklega unnið að því að frelsa konur og stúlkur undan misrétti og fátækt.Vikivaki jafnréttisins Í ár eru liðin 100 ár síðan konur úr verkalýðshreyfingunni komu saman í Ungdomshuset í Kaupmannahöfn og ákváðu að tileinka einn dag árlega alþjóðlegri baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Síðan þá hefur margt áunnist en engu að síður svipar þessari baráttu frekar til vikivaka en beinnar vegferðar þar sem stigin eru tvö skref fram og eitt til baka. Við sjáum jákvæðar breytingar með aukinni menntun kvenna, þátttöku á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þó að konur skipi aðeins 18% þingsæta í heiminum hafa þær nú réttinn til þátttöku í langflestum ríkjum heims. En á sama tíma verður umfang annarra vandamála eins og mansals stærra og alvarlegra. Í sumar fer fram heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Suður-Afríku. Þess er beðið með mikilli eftirvæntingu og vona suður-afrískar konur og karlar að mótið muni færa landinu efnahagslega velmegun. Kvennahreyfingar í Afríku og alþjóðlega eru þó á nálum því nokkuð ljóst þykir að mansal frá fátækum nágrannaríkjum kemur til með að aukast í tengslum við keppnina.Krafturinn Á Íslandi eigum við enn langt í land með jafnréttið en það sem íslenskum konum þykir sjálfsagt mál eins og að geta menntað sig, valið sér sinn eigin maka og eignast börn með aðstoð læknis eða ljósmóður er fjarlægur veruleiki systra okkar víða um heim. Um allan heim starfa kvennahreyfingar af miklum krafti. Um allan heim er fjöldi fólks að vinna að því að binda endi á ofbeldi gegn konum. Leyfum þeim að njóta sín og blómstra. Nýtum alþjóðlegan baráttudag kvenna til að íhuga hvernig hægt er að leggja hönd á plóg og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti og friði. Höfundur er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar