Viðskipti erlent

Petrobas með stærsta hlutabréfaútboð sögunnar

Hið ríkisrekna brasilíska olíufélag Petrobas hefur lokið stærsta hlutabréfaútboði sögunnar. Alls seldust hlutabréf fyrir 70 milljarða dollara eða um 8.000 milljarða kr. og fengu færri en vildu.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að féið eigi að nota til að standa undir þróun og vinnslu á olíulindum sem nýlega fundust undan ströndum Brasilíu en um er að ræða einn stærsta olíufund á síðustu 30 árum.

Olían fannst á svokölluðu Tupi svæði en talið er að þar megi vinna allt að 5 milljarða tunna af olíu.

Fyrra met í hlutabréfaútboðum átti Landbúnaðarbanki Kína en hann sótti sér 22,1 milljarða dollara í nýju hlutafé í júlí s.l.

Hlutabréfaútboð Petrobas nemur 18% af allri sölu hlutabréfa í heiminum í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×