Erlent

Rændu síðustu löggu bæjarins

Horfin Erika Gandara átti við ofurefli að etja sem eini lögreglumaðurinn í smábænum Guadalupe.Nordicphotos/AFP
Horfin Erika Gandara átti við ofurefli að etja sem eini lögreglumaðurinn í smábænum Guadalupe.Nordicphotos/AFP

Enginn lögreglumaður er nú starfandi í mexíkóska landamærabænum Guadalupe eftir að síðasta lögreglumanninum sem eftir var í bænum var rænt af undirtyllum fíkniefnabaróna.

Erika Gandara hafði ein reynt að halda uppi lögum og reglum í þessum níu þúsund manna bæ frá því í júní, að því er fram kemur á vef BBC. Kollegar hennar, sem á tímabili voru um tíu talsins, hafa ýmist sagt upp eða látið lífið í bardögum við glæpamenn.

Mexíkósk stjórnvöld hafa átt í mannskæðum átökum við fíkniefnabaróna í landinu síðustu ár. Hermenn reyna nú að halda friðinn í Guadalupe. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×