Innlent

Húsleitir hjá Logos, Deloitte og Bakkavör í London

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Fulltrúar sérstaks saksóknara eru nú að framkvæma húsleitir í höfuðstöðvum lögmannstofunnar Logos í Reykjavík en Serious Fraud Office (SFO) leitar í Bakkavör í London. Þá var einnig gerð húsleit hjá Deloitte í Turninum í Kópavogi í morgun.

Fulltrúarnir komu inn á skrifstofu Logos upp úr klukkan níu í morgun.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að húsleitir væru í gangi hjá Existu en sérstakur saksóknari framkvæmir viðamiklar húsleitir á fjölmörgum stöðum í einu.

Ástæða húsleitanna er grunur um skilasvik. Samkvæmt almennum hegningarlögum þá varðar það allt að sex ára fangelsi.

Nýi Kaupþing kærði forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september síðastliðinn. Þá kærði Nýi Kaupþing einnig þá starfsmenn Deloitte og Logos lögmannsþjónustu sem önnuðust tilkynningu til hlutafjárskrár vegna hlutafjáraukningar Exista í desember 2008.

„Fulltrúar embættisins fengu afhent skjöl og rafræn gögn sem tengjast rannsókninni. Þeir voru hér á vettvangi í rúmlega klukkustund og luku erindi sínu," sagði Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte í samtali við fréttastofu. Hann segir fyrirtækið leitast við að veita embætti sérstaks saksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið og aðstoða embættið í hvívetna í rannsókn sinni.


Tengdar fréttir

Húsleitir hjá Existu og í London

Húsleitir standa yfir á vegum embættis sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en gat ekki greint nánar frá málinu. Von væri á yfirlýsingu frá embættinu síðar í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fer fram húsleit í höfuðstöðvum Exista í Ármúla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×