Viðskiptaráðuneytið var lagt niður Svavar Gestsson skrifar skrifar 29. júní 2010 08:00 Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður. Það var sameinað iðnaðarráðuneytinu 1988 en ekki lagt niður með lagasetningu sem þó var reynt oftar en einu sinni. Það stöðvaði þáverandi stjórnarandstaða Alþýðubandalagsins. Rök okkar voru þau að viðskiptaráðuneytið væri mikilvægt efnahagsstjórnarráðuneyti. Fyrsta skrefið til að gera viðskiptaráðuneytið að engu var reyndar stigið 1987 þegar utanríkisviðskiptin voru tekin af ráðuneytinu og flutt til utanríkisráðuneytisins. Rökin fyrir því að gera viðskiptaráðuneytið minna og minna og veikara og veikara voru þau að hans heilagleiki markaðurinn ætti að sjá um sig sjálfur. Það mætti ekki trufla gangverk hans á neinn hátt. Það væru til eftirlitsstofnanir en þær ættu eðli málsins samkvæmt að vera veikar; hlutverk þeirra væri að smyrja hjól markaðarins en ekki að hægja á þeim á neinn hátt né heldur að hafa áhrif á hraðgengi þeirra. Frá 1988 sátu fimm ráðherrar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum. Alltaf með bæði ráðuneytin í einu. Hlutverk þeirra var það aðallega að fá inn í landið erlend stórfyrirtæki - í iðnaðarráðuneytinu - og að veikja stjórnkerfin - í viðskiptaráðuneytinu. Þess vegna var enginn á vakt 2001 þegar Alþingi setti lögin um vexti; enginn fylgdi þeim eftir í stjórnkerfinu. Enginn las lögin. Ekki í viðskiptaráðuneytinu. Ekki í Seðlabankanum. Ekki í Fjármálaeftirlitinu. Semsé gjörsamlega ónýtt stjórnkerfi og það sem verra var: Vísvitandi ónýtt til þess að hans náð markaðurinn gæti farið á fleygiferð með himinskautum. Þegar Björgvin G. Sigurðsson varð viðskiptaráðherra þá var ráðuneytið endurreist. 2007. En það var of seint. Þegar hann kom þar inn var ekki til fyrir hann skrifstofa, ekki ritari, ekki ráðuneytisstjóri. Varla nokkur maður sem sinnti eingöngu viðskiptaráðuneytinu. Markaðurinn átti að sjá um sig. Frjáls, svo frjáls. Þarna er skýringin á því að lögum var ekki framfylgt: Viðskiptaráðuneytið var varla til þessi 10 örlagaríku ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svavar Gestsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður. Það var sameinað iðnaðarráðuneytinu 1988 en ekki lagt niður með lagasetningu sem þó var reynt oftar en einu sinni. Það stöðvaði þáverandi stjórnarandstaða Alþýðubandalagsins. Rök okkar voru þau að viðskiptaráðuneytið væri mikilvægt efnahagsstjórnarráðuneyti. Fyrsta skrefið til að gera viðskiptaráðuneytið að engu var reyndar stigið 1987 þegar utanríkisviðskiptin voru tekin af ráðuneytinu og flutt til utanríkisráðuneytisins. Rökin fyrir því að gera viðskiptaráðuneytið minna og minna og veikara og veikara voru þau að hans heilagleiki markaðurinn ætti að sjá um sig sjálfur. Það mætti ekki trufla gangverk hans á neinn hátt. Það væru til eftirlitsstofnanir en þær ættu eðli málsins samkvæmt að vera veikar; hlutverk þeirra væri að smyrja hjól markaðarins en ekki að hægja á þeim á neinn hátt né heldur að hafa áhrif á hraðgengi þeirra. Frá 1988 sátu fimm ráðherrar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum. Alltaf með bæði ráðuneytin í einu. Hlutverk þeirra var það aðallega að fá inn í landið erlend stórfyrirtæki - í iðnaðarráðuneytinu - og að veikja stjórnkerfin - í viðskiptaráðuneytinu. Þess vegna var enginn á vakt 2001 þegar Alþingi setti lögin um vexti; enginn fylgdi þeim eftir í stjórnkerfinu. Enginn las lögin. Ekki í viðskiptaráðuneytinu. Ekki í Seðlabankanum. Ekki í Fjármálaeftirlitinu. Semsé gjörsamlega ónýtt stjórnkerfi og það sem verra var: Vísvitandi ónýtt til þess að hans náð markaðurinn gæti farið á fleygiferð með himinskautum. Þegar Björgvin G. Sigurðsson varð viðskiptaráðherra þá var ráðuneytið endurreist. 2007. En það var of seint. Þegar hann kom þar inn var ekki til fyrir hann skrifstofa, ekki ritari, ekki ráðuneytisstjóri. Varla nokkur maður sem sinnti eingöngu viðskiptaráðuneytinu. Markaðurinn átti að sjá um sig. Frjáls, svo frjáls. Þarna er skýringin á því að lögum var ekki framfylgt: Viðskiptaráðuneytið var varla til þessi 10 örlagaríku ár.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar