Briatore: Betra skipulag Formúlu 1 nauðsynlegt 4. maí 2010 17:29 Hjónakornin Elisabeta Gregoraci og Flavio Briatore njóta lífsins án Formúlu 1. Mynd: Getty Images Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn. "Ég held að eftir að hafa unnið sjö titla með tveimur mismunandi liðum, þá myndi ekki skipta mig að bæta þeim áttunda við. Það var kraftaverk að vinna með Renault 2005-2006 og maður getur ekki skapað kraftaverk endalaust.Ég hef ekki lengur sama áhuga á Formúlu 1. Adrenalínið er ekki til staðar. Ég sakna þess ekkert.", sagði Briatore í frétt á autosport.com sem vitnar í ítalska tímaritið Autosprint. Hann telur að bæta þurfi umgjörðina um Formúlu 1 og telur að FIA hafi farið ranga leið í að hleypa nýjum liðum inn í íþróttina í stað þess að leyfa liðum sem voru fyrir að mæta með þriðja keppnisbílinn í mótin. "Það ríkir ringulreið í Formúlu 1 og það hlýtur að breytast. Ég sé ekki að íþróttin eigi bjarta framtíð miðað við núverandi stöðu. Við vildum þriggja bíla lið, en í staðinn opnaði FIA leiðina fyrir lið sem höfðu ekkert fjármagn. Ég tel að það hafi verið slæm ákvörðun." "Það eru lið í Formúlu 1 sem eru tveimur sekúndum fljótari en GP2 lið og verja til þess 60-70 miljónum evra á meðan GP2 lið kosta til þremur. Það er eitthvað að þar á bæ... ", sagði Briatore, en GP 2 mótaröðin er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1 að styrkleika. Úr þeirri mótaröð hafa margir Formúlu 1 ökumenn stigið upp í Formúlu 1. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Flavio Briatore, fyrrum framkvæmdarstjóri Renault liðsins telur að betur megi ef duga skal hvað varðar mótshald í Formúlu 1. Hann var rekinn frá Renault fyrir að svindla í Singapúr og dæmdur í ævilangt bann, en því var hnekkt fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir þetta hyggst Briatore ekkert mæta aftur í slaginn í Formúlu 1 að eigin sögn. "Ég held að eftir að hafa unnið sjö titla með tveimur mismunandi liðum, þá myndi ekki skipta mig að bæta þeim áttunda við. Það var kraftaverk að vinna með Renault 2005-2006 og maður getur ekki skapað kraftaverk endalaust.Ég hef ekki lengur sama áhuga á Formúlu 1. Adrenalínið er ekki til staðar. Ég sakna þess ekkert.", sagði Briatore í frétt á autosport.com sem vitnar í ítalska tímaritið Autosprint. Hann telur að bæta þurfi umgjörðina um Formúlu 1 og telur að FIA hafi farið ranga leið í að hleypa nýjum liðum inn í íþróttina í stað þess að leyfa liðum sem voru fyrir að mæta með þriðja keppnisbílinn í mótin. "Það ríkir ringulreið í Formúlu 1 og það hlýtur að breytast. Ég sé ekki að íþróttin eigi bjarta framtíð miðað við núverandi stöðu. Við vildum þriggja bíla lið, en í staðinn opnaði FIA leiðina fyrir lið sem höfðu ekkert fjármagn. Ég tel að það hafi verið slæm ákvörðun." "Það eru lið í Formúlu 1 sem eru tveimur sekúndum fljótari en GP2 lið og verja til þess 60-70 miljónum evra á meðan GP2 lið kosta til þremur. Það er eitthvað að þar á bæ... ", sagði Briatore, en GP 2 mótaröðin er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1 að styrkleika. Úr þeirri mótaröð hafa margir Formúlu 1 ökumenn stigið upp í Formúlu 1.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira