Lífið

Karlakór St. Basil-kirkju væntanlegur til landsins

Þessi heimsþekkti kór kemur nú til landsins í fjórða sinn.
Þessi heimsþekkti kór kemur nú til landsins í fjórða sinn.
Hinn heimsþekkti karlakór St. Basil-kirkju er nú væntanlegur til landsins í fjórða sinn. Kórinn kemur fram á Reykhólahátíð seinna í mánuðinum og mun það vera í þriðja sinn sem hann kemur fram þar.

Kór St. Basil-kirkju er nú væntanlegur til landsins í fjórða sinn. Kórinn er talinn einn sá besti í heimi og hefur sungið sig rækilega inn í íslensku þjóðarsálina því í hvert sinn sem þeir heimsækja landið er uppselt á tónleika þeirra, Kór St. Basil-kirkju kom fyrst til landsins í maí 2004 á vegum Listahátíðar í Reykjavíkur. Hélt kórinn þá tvenna tónleika í Hallgrímskirkju og aðra í Reykhólakirkju. Í ár mun hann koma fram í þriðja sinn á Reykhólahátíð þar sem hann hefur ávallt fengið frábærar undirtektir hjá gestum.

Þessi heimsþekkti kór var stofnaður árið 1987 af stjórnanda kórsins, Sergei Krivobokov, og hefur hann séð um stjórnun hans síðan. Kórinn er talinn einn sá fremsti í flutningi á rússneskum þjóðlögum, miðaldartónlist og tónlist rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar. Þykir flutningur þeirra einstaklega áhrifaríkur og tónsviðið sem söngvararnir spanna er óvenju stórt, allt frá dimmum flauelsbössum til hárra silkitenóra.

Félagar í kór St. Basil-kirkju eru allir langskólamenntaðir tónlistarmenn og einsöngvarar sem hafa helgað líf sitt rétttrúnaðarkirkjunni. Kirkja kórsins, St. Basil-kirkja, stendur við Rauða torgið í Moskvu og er hún eitt af táknum gamla Rússlands. Kór St. Basil-kirkju söng í fyrstu guðsþjónustunni sem leyfð var árið eftir að banni á kristnihaldi var aflétt árið 1991.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.