Innlent

Haffi Haff syngur fyrir Ragnar Emil í dag

Ragnar Emil er með SMA1 og þarf að vera í hjólastól.
Ragnar Emil er með SMA1 og þarf að vera í hjólastól.

Poppstjarnan Haffi Haff mun taka lagið í verslunarmiðstöðinni Firðinum klukkan tvö í dag.

Uppákoman er hluti af söfnun sem hófst í gær handa Ragnari Emil Hallgrímssyni, sem er með alvarlegan taugasjúkdóm sem kallast SMA1.

Söfnunin hófst í gærdag en fjölskylda og vandamenn selja merki í nafni Ragnars í von um að safna nægilegu fé til þess að bæta aðgengi að heimili hans.

Ragnar Emil, sem er þriggja ára, er fastur í hjólastjól. Aðgengi að heimili hans er slæmt en þar þarf að koma fyrir hjólastólarampi svo hann geti farið út.

Frændi Ragnars, Gunnar Þór Sigurjónsson, hvetur fólk til þess að koma í Fjörðinn í dag. Þá sagði hann í samtali við Vísi að það væri möguleiki á því að Ragnar sjálfur yrði viðstaddur tónleikana.

Fyrir þá sem ekki komast þá er hægt að kaupa merkið í öllum matvöruverslunum í Hafnarfirði fyrir utan 10-11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×