Viðskipti erlent

Forstjóri HP hættir vegna ásakana um áreitni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Hurd sagði starfi sínu lausu. Mynd/ afp.
Mark Hurd sagði starfi sínu lausu. Mynd/ afp.
Mark Hurd, forstjóri Hewlett-Packard tölvuframleiðandans, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að hann var ásakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega. Konan var viðskiptavinur fyrirtækisins.

Talsmenn Hewlett-Packard segja að stefnumörkun fyrirtækisins gegn kynferðilegri áreitni hafi ekki verið brotin. Hins vegar hefðu reglur fyrirtækisins um viðskiptasiðferði verið brotnar. Cathie Lesjak hefur verið ráðin forstjóri Hewlett-Packard til bráðabirgða, en hún hefur unnið hjá fyrirtækinu í 24 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×