Lífið

Þessi stelpa er að meika það - myndir

Ellý Ármanns skrifar
„Á fimmtudaginn kom hún síðan fram á Tie and Tiara ballinu hans Elton John síðasta og söng með honum í jakkanum mínum sem var alveg ótrúlega frábært. Ég á ennþá erfitt með að trúa þessu," sagði Vera.
„Á fimmtudaginn kom hún síðan fram á Tie and Tiara ballinu hans Elton John síðasta og söng með honum í jakkanum mínum sem var alveg ótrúlega frábært. Ég á ennþá erfitt með að trúa þessu," sagði Vera.

„Ég er búin að vera að læra fatahönnun hjá Istituto Marangoni í London í þrjú ár," segir Vera Þórðardóttir sem útskrifaðist síðasta þriðjudag, 22. júní, sem fatahönnuður.

Við höfðum samband við Veru í morgun þegar við fréttum að Lady GaGa klæddist jakka eftir hana á tónleikum síðasta fimmtudag.

„Núna er ég í stafsþjálfun hjá William Tempast en byrja síðan að vinna hjá Walsh í næsta mánuði. Áður hef ég verið í starfsþjálfun hjá meðal annars Hussein Chalayan, PPQ og Poltock & Walsh," segir hún.

„Ég veit ekki alveg hvort að ég er að meika það eða ekki," segir Vera og skellihlær. Hún býr í London.
Lady GaGa klæddist jakka eftir þig í fyrradag þegar hún söng ásamt Elton John. Hvernig kom það til? „Ég í rauninni vissi ekki mikið um þetta fyrr en aðdáendaklúbburinn hennar hafði samband við mig og bað um uppýsingar um jakkann," svarar Vera og heldur áfram:

„Fólkið hennar hafði upprunalega samband við skólann minn eftir að hafa séð myndir frá lokasýningunni okkar."

„Fólkið hennar (Lady GaGa) hafði upprunalega samband við skólann minn eftir að hafa séð myndir frá lokasýningunni okkar."

„Skólinn hafði síðan samband við mig en það var voða leynd yfir þessu öllu saman en þau sögðu að það gæti verið að Lady Gaga myndi vera í fötunum mínum við eitthvað tækifæri."

„Á fimmtudaginn kom hún síðan fram á Tie and Tiara ballinu hans Elton John síðasta og söng með honum í jakkanum mínum sem var alveg ótrúlega frábært. Ég á ennþá erfitt með að trúa þessu."

Ertu að meika það Vera? „Ég veit ekki alveg hvort að ég er að meika það eða ekki," svarar Vera og skellihlær.

„Ég er búin að vinna mikið og fá mikið af tækifærum hérna úti sem ég er mjög þakklát fyrir. Ég vann verðlaun í hönnunarkeppni á Vauxhall fashion scout og þá byrjaði boltinn eiginlega að rúlla."

„Eftir það var ég valin til að opna lokasýninguna í skólanum með jakkanum sem Lady Gaga klæddist og það var mikill heiður og hefur örugglega hjálpað til. Þannig að það eru rosalega margir litlir þættir sem spila inní en það eina sem skiptir máli er að vinna staðfast að markmiðunum sínum og láta það ekki á sig fá ef manni tekst ekki alltaf allt sem manni langar að gera. Það er enginn fullkomin og maður reynir bara aftur og lærir af því."

„Ég hef líka lært alveg rosalega mikið af því að taka starfsþjálfun hjá mismunandi fyrirtækjum og læra af fólkinu í bransanum," segir Vera áður en við kveðjum hana og óskum henni velfarnaðar í framtíiðnni. -elly@365.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.