Lífið

Breyttist eftir veikindin

Sheryl Crow. MYND/Cover Media
Sheryl Crow. MYND/Cover Media

Söngkonan Sheryl Crow þolir ekki að lyfta lóðum og hoppa í leikfimistímum.

Þrátt fyrir það segist Sheryl vera meðvituð um mikilvægi þess að rækta líkamann og vera í góðu formi. Þá sérstaklega eftir að hún eignaðist börnin sín tvö en hún ættleiddi Wyatt, 3 ára og tveggja mánaða Levi.

Sheryl fékk brjóstakrabbamein árið 2006 stuttu eftir að hún hætti með hjólreiðakappanum Lance Armstrong. Eftir veikindin varð hún meðvitaðri um að hugsa betur um sig andlega og líkamlega.

„Áður hugsaði ég ekki mikið um heilsuna. Í dag er ég miklu meira fyrir að leika mér og hreyfa mig en ekki endilega að fara í ræktina til að lyfta lóðum. Ég elska til dæmis að hjóla, synda og spila tennis og ég reyni að leika mér eins mikið og ég get á milli þess sem ég hugsa um börnin mín," sagði Sheryl.

Eftir veikindin ákvað Sheryl að endurskoða líf sitt. Hún reyndi ekki að flýja sjálfa sig heldur ákvað að horfast í augu við aðstæður og takast á við þær.

„Það fyrsta sem ég gerði var að setjast niður, vera hljóð í smástund og tengjast sjálfri mér og tilfinningum mínum. Ég leyfði mér að syrgja og vera óttaslegin. Þannig náði ég að komast í snertingu við sjálfa mig og þar með frelsið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.