Viðskipti innlent

Tal sektað um tvær og hálfa milljón

Mynd/Arnþór Birkisson
Neytendastofa hefur sektað farsímafyrirtækið Tal um 2,5 milljónir króna fyrir auglýsingar fyrirtækisins þar sem með almennum hætti er fullyrt að Tal bjóði ódýrari þjónustu en keppinautar. Síminn kvartaði yfir auglýsingunum til Neytendastofu í byrjun nóvember á síðasta ári.

Neytendastofa segir Tal hafa með birtingu auglýsinga með fullyrðingunum „Tal - alltaf ódýrara", „Það er Tal sem býður miklu lægra verð og nákvæmlega sömu þjónustu", „Sömu gæði, sama þjónusta, lægra verð." og með fullyrðingu á vefsíðu félagsins um að neytendur geti lækkað símreikning sinn með því að færa viðskipti sín til Tals brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

„Fyrirtækið gat ekki sannað fullyrðingarnar eins og lög gera ráð fyrir og þar sem Neytendastofa hafði áður lagt fyrir Tal að hætta birtingu sambærilegra auglýsinga taldi stofnunin rétt að sekta fyrirtækið," segir á vef Neytendastofu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×