Þjófur -s, -ar KK Rúnar Helgi Vignisson skrifar 9. júlí 2010 06:00 Í mínum huga hefur orðið þjófur verið endurskilgreint. Nú einskorða ég skilgreininguna ekki lengur við hegningarlögin sem okkar mistæka Alþingi hefur samþykkt heldur set orðið í víðara samhengi. Jón Hreggviðsson var ekki eiginlegur þjófur í mínum huga þótt hann nældi sér í snæri og margir þeirra sem breska heimsveldið lét flytja til Ástralíu á sínum tíma voru það ekki heldur. Jón og áströlsku sakamennirnir voru miklu frekar fórnarlömb þjófa, rétt eins og alþýða þessa lands er nú. Það felur nefnilega í sér þjófnað að búa til samfélag sem hlunnfer suma þegna sína. Samfélag sem misskiptir auði sínum svo gróflega að sumir neyðast til að stela sér til lífsviðurværis er samfélag ranglætis sem ekki verður réttlætt og gerir alla að þjófum áður en yfir lýkur. Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir annarra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn, að hann var í rauninni ólíðandi upptaka á eigum og lífsorku annarra. Sagan sýnir okkur að slík þróun endar á einn veg því allir telja sig innst inni eiga rétt á mannsæmandi lífi. Vissulega á snjallt fólk sem skapar öðrum lífsviðurværi að njóta þess, en ef því hefur líka verið gefin viska veit það að umbunin felst ekki bara í veraldlegum auði. Mannkyninu óx ekki fiskur um hrygg af því fáir kúguðu auðinn út úr þegnunum. Umbunin felst í samfélagi þar sem allir njóta sín og síns auðs á sanngjörnum forsendum. En vei hinni föllnu borg; nú horfir maður á eigur nágrannans og hugsar sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Í mínum huga hefur orðið þjófur verið endurskilgreint. Nú einskorða ég skilgreininguna ekki lengur við hegningarlögin sem okkar mistæka Alþingi hefur samþykkt heldur set orðið í víðara samhengi. Jón Hreggviðsson var ekki eiginlegur þjófur í mínum huga þótt hann nældi sér í snæri og margir þeirra sem breska heimsveldið lét flytja til Ástralíu á sínum tíma voru það ekki heldur. Jón og áströlsku sakamennirnir voru miklu frekar fórnarlömb þjófa, rétt eins og alþýða þessa lands er nú. Það felur nefnilega í sér þjófnað að búa til samfélag sem hlunnfer suma þegna sína. Samfélag sem misskiptir auði sínum svo gróflega að sumir neyðast til að stela sér til lífsviðurværis er samfélag ranglætis sem ekki verður réttlætt og gerir alla að þjófum áður en yfir lýkur. Ekkert réttlætir að fáir sölsi undir sig svo mikinn auð að þúsundir ef ekki milljónir annarra lepji dauðann úr skel. Þeir sem það gera eru þjófar enda kemur alltaf í ljós að auðurinn var illa fenginn, að hann var í rauninni ólíðandi upptaka á eigum og lífsorku annarra. Sagan sýnir okkur að slík þróun endar á einn veg því allir telja sig innst inni eiga rétt á mannsæmandi lífi. Vissulega á snjallt fólk sem skapar öðrum lífsviðurværi að njóta þess, en ef því hefur líka verið gefin viska veit það að umbunin felst ekki bara í veraldlegum auði. Mannkyninu óx ekki fiskur um hrygg af því fáir kúguðu auðinn út úr þegnunum. Umbunin felst í samfélagi þar sem allir njóta sín og síns auðs á sanngjörnum forsendum. En vei hinni föllnu borg; nú horfir maður á eigur nágrannans og hugsar sitt.