Enski boltinn

Brian Laws tekinn við Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brian Laws er kominn í ensku úrvalsdeildina.
Brian Laws er kominn í ensku úrvalsdeildina. Nordic Photos / Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur ráðið Brian Laws sem knattspyrnustjóra liðsins til næstu tveggja og hálfs árs.

Laws tekur við starfinu af Owen Coyle sem hætti í síðustu viku og tók þá við Bolton.

Ráðningin kemur talsvert á óvart enda var Laws rekinn frá Sheffield Wednesday í síðasta mánuði er liðið var í neðsta sæti ensku B-deildarinnar.

Laws lék lengi með neðrideildarliðum í England og hóf reyndar feril sinn hjá Burnley árið 1979. Hann lék með liðinu til 1983 og lék síðar með Huddersfield, Middlesbrough, Nottingham Forest, Grimsby, Darlington og Scunthorpe.

Hann hóf þjálfunarferil sinn á meðan hann var enn að spila. Hann tók við liði Grimsby árið 1994 og fór svo til Scunthorpe árið 1998 þar sem hann var í níu ár. Hann var svo í þrjú ár hjá Wednesday áður en hann var rekinn í síðasta mánuði sem fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×