Enski boltinn

Rodriguez nálgast Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maxi Rodriguez í leik með Atletico.
Maxi Rodriguez í leik með Atletico. Nordic Photos / AFP

Umboðsmaður Maxi Rodriguez, leikmanns Atletico Madrid, segir að miklar líkur eru á því að leikmaðurinn muni ganga í raðir Liverpool í mánuðinum.

Sjálfur mun Rodriguez vera áhugasamur um að fara til Liverpool en samningur hans við Atletico rennur út í sumar og hann hefur fá tækifæri fengið með liðinu í haust.

„Það er ekkert nýtt í stöðunni eins og er en ég get þó sagt að líkurnar á því að hann fari eru miklar," sagði umboðsmaðurinn.

Rodriguez hefur einnig verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu, heimalandi hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×