Gamanleikarinn David Walliams úr þáttunum Little Britain kvæntist hollensku fyrirsætunni Lara Stone í London á sunnudag.
Svaramaður við athöfnina, sem þótti hin glæsilegasta, var Matt Lucas, hinn helmingur Little Britain. Walliams, sem er 38 ára, og hin 26 ára Stone trúlofuðu sig í janúar síðastliðnum.
Leikarinn hefur verið nokkuð kvensamur og orðaður við fjölda fegurðadrottninga, meðal annars sjónvarpskonuna Lisu Snowden og kryddpíuna Geri Halliwell.

Lara Stone þykir stórglæsileg og hefur meðal annars verið á nokkrum forsíðum Vogue. Hún er sögð vera ein besta fyrirsæta bransans í dag og er hlaðin af verkefnum.