Við eigum skilið að fá athyglina Hjalti Þór Hreinsson skrifar 11. ágúst 2010 08:15 Frá æfingu liðsins í gær. Fréttablaðið/Valli Íslenskt U21 árs landslið hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Liðið kemst skrefi nær því markmiði með sigri á Þjóðverjum í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum en þau mætast í Kaplakrika í undankeppni EM klukkan 16.15 í dag. Það var létt yfir liðinu á Loftleiðum í gær, skotin gengu fram og aftur á milli manna. Jóhann Berg Guðmundsson reyndi að koma sér inn í viðtalið og köll um að stjörnunar í liðinu væru alltaf kallaðar í viðtal heyrðust um matsalinn. „Hópurinn er mjög þéttur, við erum allir góðir vinir og spjöllum mikið saman," segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool. Hann sagðist að vísu sakna þess að enginn væri með Playstation-tölvu á hótelinu. „Hólmar Örn hefur síðan verið að reyna að halda því fram að hann sé góður í borðtennis. En það kom svo á daginn að hann getur hreinlega ekkert," sagði Gylfi Sigurðsson og hvatti félaga sinn þar með til að halda sig við fótboltann. Leikurinn við Þjóðverja er lykilleikur í riðlinum. Með sigri skilja Íslendingar andstæðinga dagsins eftir í riðlakeppninni. Tékkar eru efstir og í góðri stöðu en tapi Ísland í dag skapast mikil spenna um tvö efstu sætin. Efsta liðið fer beint í úrslitakeppnina en liðið í öðru sæti í umspil. Gylfi segir að leikurinn sé sá mikilvægasti sem íslenskt U21 árs landslið hafi spilað. „Ef við stöndum saman og náum einu eða þremur stigum erum við í dauðafæri að komast í lokakeppnina. Það væri frábær árangur," segir hann en ungmennaliðið hefur fengið meiri athygli en A-landsliðið sem mætir Liechtenstein í vináttuleik í kvöld. „Mér finnst jákvætt að við fáum meiri athygli og ég vona að fólk mæti frekar á leikinn okkar en vináttuleik hjá A-liðinu," sagði Gylfi. „Við eigum skilið að fá athyglina. Við höfum verið að spila vel og náð góðum úrslitum." Guðlaugur segir að lykilatriði sé að liðið haldi boltanum vel og láti Þjóðverjana elta sig en ekki öfugt. „Við leggjum allir hart að okkur í þessu verkefni og vonandi verður þetta okkar dagur. Við berjumst allir fyrir heildina." Í fyrri leiknum kom íslenska liðið Þjóðverjum á óvart með því að pressa þá hátt á vellinum. Gylfi segir að svipað verði upp á teningnum í dag. „Þeim gekk ekki vel að ráða við okkur þá. Að sjálfsögðu ætlum við að pressa þá líka núna, við erum á heimavelli og við ætlum að sækja. Þetta er ekkert flókið, við þurfum bara að nýta færin okkar," segir Gylfi. Báðir koma þeir í góðu standi í leikinn. Gylfi lék sem fyrr lykilhlutverk í liði Reading um helgina og skoraði í 2-1 tapi gegn Scunthorpe. „Mér líður vel og ég er í góðu formi. Ég fékk gott sumarfrí og mér hefur gengið vel undanfarið," segir hann en Guðlaugur hefur verið að brjóta sér leið að aðalliði Liverpool. „Ég hef spilað mikið af æfingaleikjum og er líka í góðu formi. Sjálfstraustið er líka mjög gott og þetta er allt á réttri leið," segir Guðlaugur. Íslenski boltinn Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Íslenskt U21 árs landslið hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Liðið kemst skrefi nær því markmiði með sigri á Þjóðverjum í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum en þau mætast í Kaplakrika í undankeppni EM klukkan 16.15 í dag. Það var létt yfir liðinu á Loftleiðum í gær, skotin gengu fram og aftur á milli manna. Jóhann Berg Guðmundsson reyndi að koma sér inn í viðtalið og köll um að stjörnunar í liðinu væru alltaf kallaðar í viðtal heyrðust um matsalinn. „Hópurinn er mjög þéttur, við erum allir góðir vinir og spjöllum mikið saman," segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool. Hann sagðist að vísu sakna þess að enginn væri með Playstation-tölvu á hótelinu. „Hólmar Örn hefur síðan verið að reyna að halda því fram að hann sé góður í borðtennis. En það kom svo á daginn að hann getur hreinlega ekkert," sagði Gylfi Sigurðsson og hvatti félaga sinn þar með til að halda sig við fótboltann. Leikurinn við Þjóðverja er lykilleikur í riðlinum. Með sigri skilja Íslendingar andstæðinga dagsins eftir í riðlakeppninni. Tékkar eru efstir og í góðri stöðu en tapi Ísland í dag skapast mikil spenna um tvö efstu sætin. Efsta liðið fer beint í úrslitakeppnina en liðið í öðru sæti í umspil. Gylfi segir að leikurinn sé sá mikilvægasti sem íslenskt U21 árs landslið hafi spilað. „Ef við stöndum saman og náum einu eða þremur stigum erum við í dauðafæri að komast í lokakeppnina. Það væri frábær árangur," segir hann en ungmennaliðið hefur fengið meiri athygli en A-landsliðið sem mætir Liechtenstein í vináttuleik í kvöld. „Mér finnst jákvætt að við fáum meiri athygli og ég vona að fólk mæti frekar á leikinn okkar en vináttuleik hjá A-liðinu," sagði Gylfi. „Við eigum skilið að fá athyglina. Við höfum verið að spila vel og náð góðum úrslitum." Guðlaugur segir að lykilatriði sé að liðið haldi boltanum vel og láti Þjóðverjana elta sig en ekki öfugt. „Við leggjum allir hart að okkur í þessu verkefni og vonandi verður þetta okkar dagur. Við berjumst allir fyrir heildina." Í fyrri leiknum kom íslenska liðið Þjóðverjum á óvart með því að pressa þá hátt á vellinum. Gylfi segir að svipað verði upp á teningnum í dag. „Þeim gekk ekki vel að ráða við okkur þá. Að sjálfsögðu ætlum við að pressa þá líka núna, við erum á heimavelli og við ætlum að sækja. Þetta er ekkert flókið, við þurfum bara að nýta færin okkar," segir Gylfi. Báðir koma þeir í góðu standi í leikinn. Gylfi lék sem fyrr lykilhlutverk í liði Reading um helgina og skoraði í 2-1 tapi gegn Scunthorpe. „Mér líður vel og ég er í góðu formi. Ég fékk gott sumarfrí og mér hefur gengið vel undanfarið," segir hann en Guðlaugur hefur verið að brjóta sér leið að aðalliði Liverpool. „Ég hef spilað mikið af æfingaleikjum og er líka í góðu formi. Sjálfstraustið er líka mjög gott og þetta er allt á réttri leið," segir Guðlaugur.
Íslenski boltinn Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira