Lífið

Kyntröll í kjól

Margir vilja meina að Hoover hafi verið samkynhneigður og klæðst kjólum heima fyrir.
Margir vilja meina að Hoover hafi verið samkynhneigður og klæðst kjólum heima fyrir.

Aðdáendur Leonardo DiCaprio geta nú jafnvel átt von á því að sjá sjarmatröllið í kjól í hugsanlegri kvikmynd DiCaprio þar sem Clint Eastwood mun sitja í leikstjórasætinu.

Myndin sem um ræðir mun fjalla um J. Edgar Hoover, fyrsta forstjóra FBI í Bandaríkjunum. Myndin mun ekki aðeins fjalla um þátt hans í hinum ýmsu stóratburðum í sögu Bandaríkjanna heldur einnig einkalíf hans, en margir vilja meina að Hoover hafi verið samkynhneigður og klæðst kjólum heima fyrir.

Það verður spennandi að sjá hvað DiCaprio tekur sér fyrir hendur ef af myndinni verður og hvort kauði taki sig vel út í kjól.


Tengdar fréttir

Leikur FBI-stjóra

Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur tekið að sér að leika stofnanda bandarísku leyniþjónustunnar FBI, J. Edgar Hoover, í mynd sem byggð verður á ævi hans. Leikstjóri myndarinnar er Clint Eastwood en þetta er í fyrsta sinn sem þeir tveir vinna saman. Handritshöfundur myndarinnar er sá hinn sami og skrifaði handritið að kvikmyndinni Milk, Dustin Lance Black, og hlaut Óskarsverðlaun fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.