Gróttu tókst ekki að tryggja sæti sitt í í deildinni í næst síðustu umferð þar sem liðið tapaði á heimavelli fyrir Fram. Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að Safamýrarliðið hefði einfaldlega verið betra.
„Stigið sem við ætluðum okkur að ná í kvöld náðist ekki. Við vorum bara mjög slakir í þessum leik," sagði Geir eftir leik.
„Þeir bara spiluðu vel og við náðum ekki að klára þetta. Þetta er samt enn í okkar höndum. Við erum enn í sjötta sæti og næsta markmið er að halda því. Við eigum Val á Hlíðarenda á fimmtudag og verðum að ná í stig," sagði Geir.