Viðskipti erlent

Sonur Abramovich vill kaupa FCK liðið í Kaupmannahöfn

Ekstra Bladet segir frá því að 17 ára gamall Rússi vilji festa kaup á fótboltaliðinu FCK í Kaupmannahöfn. Unglingurinn heitir Arkady Abramovich og er elsti sonur milljarðamæringsins Roman Abramovich eigenda enska fótboltaliðsins Chelsea.

Það er einn af sjóðum dönsku verkalýðshreyfingarinnar sem á einn stærsta hlutinn í félaginu á bakvið FCK eða 30%. Arkady og forstjóri sjóðsins hittust í vikunni á Cafe Viktor í Kaupmannahöfn ásamt öðru fólki.

Forstjórinn varðist allta frétta af þessum fundi þegar Ekstra Bladet innti hann eftir efni hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×