Viðskipti erlent

Látnar stjörnur moka inn seðlum

Sænski rithöfundurinn Stieg Larsson er nýtt nafn á topp tíu lista Forbes í ár yfir þær látnu stjörnur sem haldið hafa áfram að moka inn hvað mestum seðlum eftir andlát sitt. Michael Jackson heldur toppsætinu á þessum lista eins og raunar flestir áttu von á.

Það kemur hinsvegar á óvart að Stieg Larsson fer beint inn í sjötta sætið á lista Forbes. Eftir andlát Larsson hafa tekjur dánarbús hans numið um 1,6 milljörðum kr. Larsson er þekktastur fyrir Millennium bækur sínar.

Þessar tekjur eru þó smáaurar miðað við það sem dánarbú Michael Jackson hefur mokað inn eftir andlát poppkóngsins. Tekjur dánarbús Jackson nema um 30 milljörðum kr. Þar með eru tekjur Jackson meir en samanlagðar tekjur Lady Ga Ga, Madonna og Jay-Z, þrátt fyrir að poppkóngurinn hafi látist síðasta sumar.

Í öðru sæti listans er Elvis Presley með tekjur upp á rúma 6 milljarða kr. og í þriðja sætinu er J.R.R. Tolkien með tekjur upp á rúma 5 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×