Lífið

Björk og eldgosið aðalatriði Saturday Night Live | Myndband

Larry King og Björk fóru yfir mál málanna á laugardaginn.
Larry King og Björk fóru yfir mál málanna á laugardaginn.
Grínþátturinn Saturday Night Live tók eldgosið í Eyjafjallajökli rækilega fyrir á laugardaginn. Í opnunaratriði þáttarins, sem birtist á undan titlunum, sást Larry King taka viðtal við Björk og Richard Branson um eldgosið og afleiðingar þess.

Leikkonan Kristen Wiig brá sér í hlutverk Bjarkar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún gerir það en eftirherma hennar er bráðfyndin. Undir lok viðtalsins flytur hún lag um eldfjallið sem verður að teljast nokkuð Bjarkarlegt.

Leikarinn Fred Armisen leikur Larry King og gerir rækilega grín að skilnaðarmáli hans. Leikarinn Bill Hader hermir síðan stórkostlega eftir Richard Branson.

Saturday Night Live er einn vinsælasti grínþáttur Bandaríkjanna. Um þarsíðustu helgi horfðu ríflega níu milljónir manna á þáttinn.

Atriðið má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×