Vettel: Titilbaráttunni ekki lokið 25. október 2010 14:15 Sebastian Vettel er hér með slökkvitæki eftir að vélin bilaði í bíla hans í Suður Kóreu í gær. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel hjá Red Bull er ekkert búinn að gefa titilvonir sínar upp á bátinn þó hann hafi misst af mögulegum sigri vegna vélarbilunnar í gær. Hann var í forystu í mótinu í Suður Kóreu þegar vélin gaf sig í 45 hring af 55. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið og náði forystu í stigamótinu, en fimm ökumenn geta enn orðið heimsmeistararar, þegar tveimur mótum er ólokið. Mótið í Suður Kóreu tafðist verulega vegna rigningar og þurfti auk þess að endurræsa nokkrum sinnum vegna óhappa. En hvernig leið Vettel þegar vélin sprakk. Hann ræddi málið á f1.com. "Í fyrstu vonaði ég að vandamálið hyrfi bara. En hugur minn sagði mér líka að þegar fjórir cylindrar gefast upp að þá er stutt í hvítan reyk og þá er ekkert hægt að gera. Það var ekki auðvelt að vera í foyrstu við þessar aðstæður. Maður hefur engan fyrir framan sig til að taka mið af í bleytunni. En svona er lífið", sagði Vettel. Vettel vildi ekki meina að þetta væri hans erfiðasta stund í kappakstri. Þó dýrmæt stig hefðu farið forgörðum, mitt í baráttunni um meistaratitilinn. "Það er enn möguleiki á titlinum. Vissulega hefði verið auðveldara að vinna....", sagði Vettel. Vettel er 25 stigum á eftir Alonso, sem er með 231 stig í keppni ökumanna. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Hvernig metur Vettel stöðuna? "Stundum þarf maður að vera heppinn og Fernando var mjög heppinn. Gæfa okkar hefur verið upp og niður of oft og við getum ekki breytt því. Við tökum því sem að höndum ber. Það þýðir ekki að vera vonsvikinn. Við höfðum skilað okkar og ég hefði ekki getað gert betur." Vettel telur ekki þörf á að breyta um keppnisaðferð í ljósi stöðunnar í stigamótinu fyrir næstu mót. Hann kveðst viss um að ef hann hefði lokið keppni hefði hann nælt í 25 stig. "Keppninni um titilinn er ekki lokið. Við skulum bíða og sjá hvað gerist þegar köflótta flaggið fellur birtist í Abu Dhabi", sagði Vettel. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er ekkert búinn að gefa titilvonir sínar upp á bátinn þó hann hafi misst af mögulegum sigri vegna vélarbilunnar í gær. Hann var í forystu í mótinu í Suður Kóreu þegar vélin gaf sig í 45 hring af 55. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið og náði forystu í stigamótinu, en fimm ökumenn geta enn orðið heimsmeistararar, þegar tveimur mótum er ólokið. Mótið í Suður Kóreu tafðist verulega vegna rigningar og þurfti auk þess að endurræsa nokkrum sinnum vegna óhappa. En hvernig leið Vettel þegar vélin sprakk. Hann ræddi málið á f1.com. "Í fyrstu vonaði ég að vandamálið hyrfi bara. En hugur minn sagði mér líka að þegar fjórir cylindrar gefast upp að þá er stutt í hvítan reyk og þá er ekkert hægt að gera. Það var ekki auðvelt að vera í foyrstu við þessar aðstæður. Maður hefur engan fyrir framan sig til að taka mið af í bleytunni. En svona er lífið", sagði Vettel. Vettel vildi ekki meina að þetta væri hans erfiðasta stund í kappakstri. Þó dýrmæt stig hefðu farið forgörðum, mitt í baráttunni um meistaratitilinn. "Það er enn möguleiki á titlinum. Vissulega hefði verið auðveldara að vinna....", sagði Vettel. Vettel er 25 stigum á eftir Alonso, sem er með 231 stig í keppni ökumanna. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 206 og Jenson Button 189. Hvernig metur Vettel stöðuna? "Stundum þarf maður að vera heppinn og Fernando var mjög heppinn. Gæfa okkar hefur verið upp og niður of oft og við getum ekki breytt því. Við tökum því sem að höndum ber. Það þýðir ekki að vera vonsvikinn. Við höfðum skilað okkar og ég hefði ekki getað gert betur." Vettel telur ekki þörf á að breyta um keppnisaðferð í ljósi stöðunnar í stigamótinu fyrir næstu mót. Hann kveðst viss um að ef hann hefði lokið keppni hefði hann nælt í 25 stig. "Keppninni um titilinn er ekki lokið. Við skulum bíða og sjá hvað gerist þegar köflótta flaggið fellur birtist í Abu Dhabi", sagði Vettel.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira