Stjórnarskrár Norðurlanda: Stiklað á stóru Þorvaldur Gylfason skrifar 15. nóvember 2010 14:43 Norska stjórnarskráin tók gildi 17. maí 1814. Henni var síðast breytt 2007. Hún er stutt og laggóð, aðeins 112 greinar, en af þeim hafa níu greinar verið felldar úr gildi, svo að 103 greinar standa eftir. Reglur um þingkosningar og úthlutun þingsæta eru bundnar í stjórnarskránni. Þrjá fjórðu hluta atkvæða á þingi þarf til að heimila Norðmönnum að deila fullveldi sínu með alþjóðasamtökum, sem Noregur á aðild að, og þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að vera viðstaddir líkt og þarf til að breyta stjórnarskránni. Í stjórnarskránni er lagt bann við afturvirkni laga. Og þar er einnig ákvæði um, að ný og varanleg forréttindi, sem skerða viðskiptafrelsi og athafnafrelsi, megi framvegis engum veita (101. grein). Um náttúruauðlindir segir, að allir eigi rétt á heilbrigðu, vel varðveittu og fjölbreyttu umhverfi og þennan rétt skuli tryggja með því að nýta náttúruauðlindir þannig, að þær skili arði einnig til óborinna kynslóða (110. grein). Danska stjórnarskráin er svipuð hinni norsku nema enn styttri, aðeins 89 greinar. Hún tók fyrst gildi 1849 og var síðast breytt 1953, þegar ný ákvæði varðandi aðild Danmerkur að alþjóðasamstarfi svo sem Evrópusambandinu voru felld inn í stjórnarskrána. Þessari breytingu var ætlað að reisa skorður við framsali fullveldis með því að kveða á um aukinn þingmeirihluta líkt og í Noregi eða þjóðaratkvæði. Danir hafa ekki bætt nýjum mannréttindaákvæðum í stjórnarskrá sína. Enn styttri er stjórnarskrá Íslands frá 1944, aðeins 79 greinar. Hún er að stofni til samhljóða stjórnarskrá Danmerkur, en íslenzku stjórnarskránni hefur verið breytt sjö sinnum, og munar þar mest um ný mannréttindaákvæði, sem var bætt í stjórnarskrána 1995. Ákvæðum um aðild Íslands að alþjóðasamstarfi að danskri fyrirmynd var þó ekki bætt í stjórnarskrána. Finnska stjórnarskráin er með öðru sniði og lengri, 131 grein. Hún er upprunalega frá 1919, en henni hefur verið breytt nokkrum sinnum. Fyrst var henni breytt 1983 með nýjum ákvæðum um starfshætti þingsins og síðan aftur 1987 með ákvæðum um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þá var henni breytt 1991 með ákvæðum um þjóðkjör forsetans, sem þingið hafði áður kjörið. Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá handa Finnlandi árið 2000, þar sem fyrri stjórnarskrá og aðrir lagabálkar, einkum um landsdóm, voru felldir í eina heild. Í finnsku stjórnarskránni eru ýmis eftirtektarverð ákvæði, t.d. ákvæði um aðgang að upplýsingum (12. grein) líkt og í Svíþjóð, um ókeypis menntun og frelsi vísinda, lista og æðri menntunar (16. grein) og um rétt til félagsþjónustu handa þeim, sem höllum fæti standa (19. grein). Staða umboðsmanns þingsins er tryggð í finnsku stjórnarskránni (38. grein). Eistar gengu að sumu leyti enn lengra en Finnar með nýrri stjórnarskrá 1992. Þar eru greinarnar 168 að tölu. Sjö greinar fjalla um ríkisendurskoðun til að tryggja stöðu hennar. Aðrar sjö greinar fjalla um lögsögumann, sem er ætlað að tryggja samræmi í löggjöf líkt og stjórnlagadómstóll. Níu greinar fjalla um stjórn fjármála ríkisins og peningamála líkt og finnska stjórnarskráin gerir í 12 greinum ólíkt stjórnarskrám Noregs og Danmerkur. Sænska stjórnarskráin er sér á parti. Hún er safn fjögurra stöðulagabálka, og fjallar einn þeirra um konungdæmið (frá 1810), annar um frelsi fjölmiðla, þar á meðal upplýsingaskyldu stjórnvalda (1949), enn annar um ríkisvaldið (1974), og einn enn um málfrelsi (1991). Stjórnarskráin tryggir, að allar upplýsingar í vörslu opinberra aðila eru aðgengilegar hverjum sem er, og þarf sá, sem biður um þær, ekki að segja til nafns. Þetta á þó ekki við um sjúkraskrár og sambærilegar trúnaðarupplýsingar. Þessi ákvæði sænsku stjórnarskrárinnar eru jafnan túlkuð vítt, svo að yfirleitt er erfitt fyrir yfirvöld að neita að afhenda upplýsingar aðrar en augljós trúnaðarmál. Hugsunin á bak við þessi ákvæði er, að ríkisvaldið þjóni þegnunum og megi því ekki halda upplýsingum leyndum í sjálfsvörn. Auk þessa er það stjórnarskrárbrot að grafast fyrir um, hver hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla, nema lekinn sjálfur varði við lög, t.d. varðandi landvarnir. Árið 1999 var kirkjan skilin frá sænska ríkinu og er nú sjálfstæð stofnun líkt og í Finnlandi, en Danir og Norðmenn hafa þjóðkirkju eins og Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Norska stjórnarskráin tók gildi 17. maí 1814. Henni var síðast breytt 2007. Hún er stutt og laggóð, aðeins 112 greinar, en af þeim hafa níu greinar verið felldar úr gildi, svo að 103 greinar standa eftir. Reglur um þingkosningar og úthlutun þingsæta eru bundnar í stjórnarskránni. Þrjá fjórðu hluta atkvæða á þingi þarf til að heimila Norðmönnum að deila fullveldi sínu með alþjóðasamtökum, sem Noregur á aðild að, og þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að vera viðstaddir líkt og þarf til að breyta stjórnarskránni. Í stjórnarskránni er lagt bann við afturvirkni laga. Og þar er einnig ákvæði um, að ný og varanleg forréttindi, sem skerða viðskiptafrelsi og athafnafrelsi, megi framvegis engum veita (101. grein). Um náttúruauðlindir segir, að allir eigi rétt á heilbrigðu, vel varðveittu og fjölbreyttu umhverfi og þennan rétt skuli tryggja með því að nýta náttúruauðlindir þannig, að þær skili arði einnig til óborinna kynslóða (110. grein). Danska stjórnarskráin er svipuð hinni norsku nema enn styttri, aðeins 89 greinar. Hún tók fyrst gildi 1849 og var síðast breytt 1953, þegar ný ákvæði varðandi aðild Danmerkur að alþjóðasamstarfi svo sem Evrópusambandinu voru felld inn í stjórnarskrána. Þessari breytingu var ætlað að reisa skorður við framsali fullveldis með því að kveða á um aukinn þingmeirihluta líkt og í Noregi eða þjóðaratkvæði. Danir hafa ekki bætt nýjum mannréttindaákvæðum í stjórnarskrá sína. Enn styttri er stjórnarskrá Íslands frá 1944, aðeins 79 greinar. Hún er að stofni til samhljóða stjórnarskrá Danmerkur, en íslenzku stjórnarskránni hefur verið breytt sjö sinnum, og munar þar mest um ný mannréttindaákvæði, sem var bætt í stjórnarskrána 1995. Ákvæðum um aðild Íslands að alþjóðasamstarfi að danskri fyrirmynd var þó ekki bætt í stjórnarskrána. Finnska stjórnarskráin er með öðru sniði og lengri, 131 grein. Hún er upprunalega frá 1919, en henni hefur verið breytt nokkrum sinnum. Fyrst var henni breytt 1983 með nýjum ákvæðum um starfshætti þingsins og síðan aftur 1987 með ákvæðum um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Þá var henni breytt 1991 með ákvæðum um þjóðkjör forsetans, sem þingið hafði áður kjörið. Ný mannréttindaákvæði voru sett í stjórnarskrána 1995, og loks samþykktu þingið og forsetinn nýja stjórnarskrá handa Finnlandi árið 2000, þar sem fyrri stjórnarskrá og aðrir lagabálkar, einkum um landsdóm, voru felldir í eina heild. Í finnsku stjórnarskránni eru ýmis eftirtektarverð ákvæði, t.d. ákvæði um aðgang að upplýsingum (12. grein) líkt og í Svíþjóð, um ókeypis menntun og frelsi vísinda, lista og æðri menntunar (16. grein) og um rétt til félagsþjónustu handa þeim, sem höllum fæti standa (19. grein). Staða umboðsmanns þingsins er tryggð í finnsku stjórnarskránni (38. grein). Eistar gengu að sumu leyti enn lengra en Finnar með nýrri stjórnarskrá 1992. Þar eru greinarnar 168 að tölu. Sjö greinar fjalla um ríkisendurskoðun til að tryggja stöðu hennar. Aðrar sjö greinar fjalla um lögsögumann, sem er ætlað að tryggja samræmi í löggjöf líkt og stjórnlagadómstóll. Níu greinar fjalla um stjórn fjármála ríkisins og peningamála líkt og finnska stjórnarskráin gerir í 12 greinum ólíkt stjórnarskrám Noregs og Danmerkur. Sænska stjórnarskráin er sér á parti. Hún er safn fjögurra stöðulagabálka, og fjallar einn þeirra um konungdæmið (frá 1810), annar um frelsi fjölmiðla, þar á meðal upplýsingaskyldu stjórnvalda (1949), enn annar um ríkisvaldið (1974), og einn enn um málfrelsi (1991). Stjórnarskráin tryggir, að allar upplýsingar í vörslu opinberra aðila eru aðgengilegar hverjum sem er, og þarf sá, sem biður um þær, ekki að segja til nafns. Þetta á þó ekki við um sjúkraskrár og sambærilegar trúnaðarupplýsingar. Þessi ákvæði sænsku stjórnarskrárinnar eru jafnan túlkuð vítt, svo að yfirleitt er erfitt fyrir yfirvöld að neita að afhenda upplýsingar aðrar en augljós trúnaðarmál. Hugsunin á bak við þessi ákvæði er, að ríkisvaldið þjóni þegnunum og megi því ekki halda upplýsingum leyndum í sjálfsvörn. Auk þessa er það stjórnarskrárbrot að grafast fyrir um, hver hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla, nema lekinn sjálfur varði við lög, t.d. varðandi landvarnir. Árið 1999 var kirkjan skilin frá sænska ríkinu og er nú sjálfstæð stofnun líkt og í Finnlandi, en Danir og Norðmenn hafa þjóðkirkju eins og Íslendingar.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun