Þýska félagið Hamburger SV hefur krækt í hollenska sóknarmanninn Ruud van Nistelrooy. Leikmaðurinn hefur verið úti í kuldanum hjá Real Madrid að undanförnu og átt erfitt uppdráttar eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum.
Nistelrooy er 33 ára og sló í gegn hjá Manchester United þar sem hann lék í fimm ár og raðaði inn mörkum. Hann var orðaður við ensku úrvalsdeildina á ný þar sem nokkur félög sýndu honum áhuga en á endanum varð Þýskaland fyrir valinu.
Hamburger SV situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Bayern München sem er á toppnum.