Viðskipti erlent

Toys R Us á hlutabréfamarkað

Hagnaður Toys R Us eykst í kreppunni.
Hagnaður Toys R Us eykst í kreppunni.

Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC.

Leikfangakeðjan var yfirtekin af hópi fjárfesta árið 2006 en hafði verið á hlutabréfamarkaði frá 1978.

Samkvæmt fréttinni hefur hagnaður Toys R Us aukist þrátt fyrir kreppuna. Á fjárhagsárinu sem lauk í janúar jókst hagnaður í 312 milljónir dollara úr 218 milljónum dollara.

Aðstæður á fjármálamörkuðum eru erfiðar og er því búist við að fjárfestar kalli eftir afslætti á hlutabréfum Toys R Us.

Ein Toys R Us verslun er á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×