Enski boltinn

Benitez ætlar í frí áður en hann ákveður framtíðina

Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Rafa Benitez segir hann ætla að taka sér frí áður en framtíðin verði ákveðin.

Benitez hætti í vikunni sem knattspyrnustjóri Liverpool og hefur verið að undanförnu orðaður við Inter á Ítalíu.

Fjölmiðlar á Ítalíu hafa haldið því fram að umboðsmaður Benitez, Manuel Garcia Quilon, væri nú staddur á Ítalíu til að ganga frá samningi við Inter. Því neitaði hann.

„Ég hef rætt við Rafa,“ sagði hann við ítalska fjölmiðla. „Nú mun hann fara í frí með fjölskyldunni. Hann mun því ekkert hugsa um framtíðina næstu dagana.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×