Enski boltinn

Óvissa um framtíð Mascherano

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Mascherano í leik með Liverpool.
Javier Mascherano í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Javier Mascherano segir að framtíð hans hjá Liverpool er í óvissu eftir að Rafa Benitez hætti sem knattspyrnustjóri í vikunni.

„Myndi ég fylgja Benitez? Ég veit það ekki," sagði hann. „Eins og er veit ég mjög lítið um framtíð mína. Ég upplifði þrjú ótrúleg ár með Benitez. Hans knattspyrna er mín knattspyrna."

Benitez hefur verið sterklega orðaður við Inter á Ítalíu síðustu daga og vikur og telur Mascherano að Benitez myndi passa félaginu mjög vel.

„Aðeins Benitez gæti fyllt skarð þjálfara eins og Mourinho," sagði hann en Jose Mourinho hætti nýverið hjá Inter og tók við Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×