Viðskipti erlent

Forstjóri Sampo hraunar yfir íslenska stjórnmálamenn

Björn Wahlroos hinn litríki forstjóri finnska tryggingarisans Sampo hraunaði yfir íslenska stjórnmálamenn og bankamenn í ræðu sem hann hélt í Stokkhólmi í gærdag.

Vefsíða Dagens Industri greinir frá þessu. Wahlroos segir að röð mistaka og rangra ákvarðana hjá stjórnmálamönnum hafi lagt grunninn að fjármálakreppunni. „En brjálæðingar í bönkunum lögðu sitt af mörkunum," segir Wahlroos. „Meðal þessara brjálæðinga eru íslensku bankamennirnir og Swedbank," segir Wahlroos.

Hinsvegar hefur Walhroos ekkert nema gott eitt að segja um markaðinn sem slíkann. „Markaðurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Hann er frábærasta sköpunin á jörðinni," segir Wahlroos.

Exista átti um tíma um 20% hlut í Sampo en sá hlutur var seldur með gríðarlegu tapi skömmu eftir hrunið haustið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×