Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ Boði Logason skrifar 2. október 2010 16:45 Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Mynd/Ísak Örn „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara." Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. Fækka þarf sjúkrarúmum á stofnuninni úr 39 í 23 og þarf stofnunin að skera niður um tæplega hálfan milljarð. „Menn eru búnir að fá hvern niðurskurðinn af fætur öðrum og menn skilja alveg að ríkið þurfi að skera niður, en það þarf að horfa í staðsetningar á sjúkrahúsum," segir Jón Björn. Hann segir að niðurskurðinum verði mótmælt. „Við munum mótmæla, við sveitastjórnarmenn hér fyrir austan höfum rætt okkar á milli í morgun. Menn eru samstíga í því öllu," segir Jón Björn er bæjarstjórn mun funda í næstu viku. „Hér er gríðarleg útgerð, fiskvinnsla og iðnaður, þetta eru allt starfsgreinar þar sem sjúkrahúsþjónusta er nauðsynleg. Auk þess er fullt af störfum í uppnámi og mikið af fagmenntuðu fólki sem missir vinnu sína," segir hann og vonast til að farið verður yfir fjárlögin aftur. „Ég vona að stjórnvöld skoði þetta vel og vandlega." Hann segir það afskaplega sérstakt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands sleppi betur en aðrar stofnanir. En hún er í kjördæmi Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra. „Hann segir sjálfur að þessar tillögur séu komnar frá Álfheiði Ingadóttur og hennar ráðherratíð. Hann segir einnig að það sé horft til þess að það sé öryggissjúkrahús út frá höfuðborgarsvæðinu. Ég vil benda á að það eru náttúruhamfarir sem geta gerst í örðum landshlutum en akkúrat þarna," segir Jón Björn og bendir á snjóflóð sem hafa fallið þar. „Ég fagna auðvitað því að þau þurfa ekki að skera niður - en ég hefði viljað sjá þetta jafnara."
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira