Innlent

Miðbaugsmaddaman verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis

Catalina verður ekki ákærð aftur fyrir hagnýtingu vændis þar sem hún hefur þegar verið dæmd fyrir brotið.
Catalina verður ekki ákærð aftur fyrir hagnýtingu vændis þar sem hún hefur þegar verið dæmd fyrir brotið.

Catalina Ncogo verður ekki ákærð fyrir hagnýtingu vændis þar sem hún hefur áður verið dæmd fyrir sama brot og því er ekki hægt að sakfella hana og refsa fyrir háttsemi sem hún hefði þegar hlotið refsidóm fyrir.

Þetta var niðurstaða Hæstaréttar Íslands og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness. Aftur á móti verður Catalina ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni þrátt fyrir að hún hefur áður verið dæmd fyrir slíkt brot en héraðsdómur hafði áður úrskurðað að þeirri ákæru skyldi vera vísað frá.

Þetta þýðir að Catalina verði ákærð fyrir Mansal, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og hótanir. Svo var hún ákærð fyrir að hrækja framan í fangavörð í Kvennafangelsinu í Kópavogi.

Catalina hefur áður verið dæmd fyrir hagnýtingu vændis. Þá var hún einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeim ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×