Lífið

Vill aftur til Íslands sem fyrst

Sýningin Lykkur - Prjónalist í Norræna húsinu þykir einstök. Þar má sjá mörg mjög athyglisverð verk. 
Fréttablaðið/GVA
Sýningin Lykkur - Prjónalist í Norræna húsinu þykir einstök. Þar má sjá mörg mjög athyglisverð verk. Fréttablaðið/GVA
Listakonan Sarah Applebaum er á meðal þeirra listamanna taka þátt í sýningunni Lykkjur - Prjónalist í Norræna húsinu sem opnaði á Þjóðhátíðardaginn.

Sarah býr og starfar í San Fransisco og er sjálflærður listamaður. „Einn helsti kosturinn við að vera sjálflærður er að maður er ekki skuldum vafinn. Einnig finnst mér ég hafa meira frelsi til að gera nánast hvað sem er hvað listina varðar,“ segir Sarah. Verkið sem sýnt er í Norræna húsinu nefnist Meta Blanket og er það teppi búið til úr ókláruðum prjónaverkefnum annara. „Ég hef verið að vinna með prjónateppi í svolítinn tíma núna. Teppin eru héðan og þaðan og ég sauma þau saman þannig þau mynda að lokum stóra skúlptúra. Meta Blanket er þó minna en margt af því sem ég hef verið að gera, því sumir skúlptúrarnir hafa þakið heilu herbergin.“

Aðspurð segist Sarah hafa notið dvalarinnar hér á landi og kveðst algjörlega heilluð af íslenskri náttúru. „Ég gæti talað endalaust um hvað landið er frábært en það sem mér finnst hvað skemmtilegast við heimsóknina hingað er að komast í kynni við þjóð sem trúir á huldufólk. Ég hef sjálf haft mikinn áhuga á huldufólki allt frá barnsaldri og mér finnst einstakt að hér þyki þessi trú á huldufólk ekki barnaleg eða skrítin,“ segir Sarah sem hyggst heimsækja landið aftur sem fyrst. „Næst mundi ég gjarnan vilja heimsækja landið að vetri til svo ég fái líka að upplifa myrkrið sem hér ríkir.“ -sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.