KR-ingar unnu baráttusigur í Hólminum og tryggðu sér oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2010 19:59 Morgan Lewis var frábær í kvöld. KR-ingar tryggðu sér í kvöld oddaleik á móti Snæfelli í baráttu liðanna um sæti í lokaúrslitunum í Iceland Express deild karla eftir fjögurra stiga sigur, 72-76, eftir ótrúlega stöðu- og varnarbaráttu tveggja öflugra liða í Stykkishólmi. Morgan Lewis kórónaði frábæran leik sinn með því að verja skot Sean Burton á glæsilegan hátt 9 sekúndum fyrir leikslok og hitti síðan úr tveimur vítum sem hann fékk í kjölfarið. Morgan klikkaði reyndar á öðrum tveimur vítum en Fannar Ólafsson tryggði sínum mönnum sigurinn með síðustu körfu leiksins. Snæfellingar voru ískaldir í upphafi, klikkuðu á níu fyrstu skotum sínum í leiknum og KR-liðið komst í 7-0 í upphafi leiks. Fyrsta karfa Snæfells kom ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur og KR var komið mest níu stigum yfir, 14-5, í fyrsta leikhlutanum. Snæfell bætti hinsvegar sinn leik og náði að minnka muninn í fjögur stig, 12-16, fyrir lok hans. Snæfell byrjaði annan leikhlutann af krafti, tók frumkvæðið í leiknum og náði í kjölfarið mest fimm stiga forskot, 25-20. Snæfell var síðan 33-30 yfir í hálfleik. Pavel Ermolinskij byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel fyrir KR og skoraði 7 stig á fyrstu fjórum mínútunum og síðasta karfan kom muninum niður í eitt stig. 40-39. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók þá leikhlé og hans menn nánast lokuðu vörninni næstu mínútur, komust í 49-41 og voru síðan 55-51 yfir fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar voru ekkert á því að gefast upp þótt ekkert gengi í skotunum fyrir utan. Morgan Lewis skoraði langþráða þriggja stiga körfu sem minnkaði muninn í 60-58 og Pavel Ermolinskij náði síðan að jafna leikinn og koma KR yfir, 62-64, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta með því að skora fjögur stig í röð. Fyrsti þristur Brynjars Þórs Björnssonar (í sjöttu tilraun) kom KR síðan í 67-64 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Eftir það var KR með frumkvæðið í leiknum og landaði miklum baráttusigri.Snæfell-KR 72-76 (33-30) Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 20/6 fráköst, Martins Berkis 18/5 fráköst, Sean Burton 15/6 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Emil Þór Jóhannsson 2.Stig KR: Morgan Lewis 31/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Finnur Atli Magnússon 4, Tommy Johnson 2/6 fráköst, Darri Hilmarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér í kvöld oddaleik á móti Snæfelli í baráttu liðanna um sæti í lokaúrslitunum í Iceland Express deild karla eftir fjögurra stiga sigur, 72-76, eftir ótrúlega stöðu- og varnarbaráttu tveggja öflugra liða í Stykkishólmi. Morgan Lewis kórónaði frábæran leik sinn með því að verja skot Sean Burton á glæsilegan hátt 9 sekúndum fyrir leikslok og hitti síðan úr tveimur vítum sem hann fékk í kjölfarið. Morgan klikkaði reyndar á öðrum tveimur vítum en Fannar Ólafsson tryggði sínum mönnum sigurinn með síðustu körfu leiksins. Snæfellingar voru ískaldir í upphafi, klikkuðu á níu fyrstu skotum sínum í leiknum og KR-liðið komst í 7-0 í upphafi leiks. Fyrsta karfa Snæfells kom ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur og KR var komið mest níu stigum yfir, 14-5, í fyrsta leikhlutanum. Snæfell bætti hinsvegar sinn leik og náði að minnka muninn í fjögur stig, 12-16, fyrir lok hans. Snæfell byrjaði annan leikhlutann af krafti, tók frumkvæðið í leiknum og náði í kjölfarið mest fimm stiga forskot, 25-20. Snæfell var síðan 33-30 yfir í hálfleik. Pavel Ermolinskij byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel fyrir KR og skoraði 7 stig á fyrstu fjórum mínútunum og síðasta karfan kom muninum niður í eitt stig. 40-39. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók þá leikhlé og hans menn nánast lokuðu vörninni næstu mínútur, komust í 49-41 og voru síðan 55-51 yfir fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar voru ekkert á því að gefast upp þótt ekkert gengi í skotunum fyrir utan. Morgan Lewis skoraði langþráða þriggja stiga körfu sem minnkaði muninn í 60-58 og Pavel Ermolinskij náði síðan að jafna leikinn og koma KR yfir, 62-64, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta með því að skora fjögur stig í röð. Fyrsti þristur Brynjars Þórs Björnssonar (í sjöttu tilraun) kom KR síðan í 67-64 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Eftir það var KR með frumkvæðið í leiknum og landaði miklum baráttusigri.Snæfell-KR 72-76 (33-30) Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 20/6 fráköst, Martins Berkis 18/5 fráköst, Sean Burton 15/6 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Emil Þór Jóhannsson 2.Stig KR: Morgan Lewis 31/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Finnur Atli Magnússon 4, Tommy Johnson 2/6 fráköst, Darri Hilmarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira