Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi 19. maí 2010 04:00 telja Lífeyrissjóði gegna mikilvægu hlutverki Salvör Nordal og Steingrímur J. Sigfússon voru ræðumenn á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira