Handbolti

Kristinn: Við ætlum ekki að vera sama liðið í allan vetur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kristinn Guðmundsson þjálfari HK.
Kristinn Guðmundsson þjálfari HK.
„Það er alltaf sárt að detta út úr bikarnum sama eins og allar aðrar keppnir, það er alltaf sárt að detta úr keppnum. Menn hljóta að fara í bikarkeppnina til að fara í höllina eins og maður fer í Íslandsmótið til að komast í úrslitakeppnina" sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK eftir tap sinna manna gegn Akureyri í kvöld.

„Það eru mikil vonbrigði að tapa þessum leik, það skiptir engu máli hvaða lið þú færð í bikarnum því þú þarft að vinna alla leiki og því skiptir ekki máli hvort þú mætir sterkum liðum í 32-liða úrslitum eða undanúrslitum, þú þarft að vinna þá til að verða bikarmeistari"

Þessi lið mættust í 1. Umferð N1 deildarinnar og fóru Akureyringar með öruggan sigur þar á hólmi og virkaði það sem vítamínssprauta á HK.

„ Það var rasskelling sem kveikti á okkur og gerði okkur grein fyrir því að við þyrftum að hafa rosalega fyrir hverjum einasta leik sem við spilum. Eftir það er ekki hægt að sakast um að við reynum ekki, við erum að berjast eins og ljón og mætum mótiveraðir í alla leiki sem við spilum"

„Við þurfum núna að fara yfir mistökin sem við gerðum í þessum leik og við þurfum að læra af þeim og bæta okkur. Við ætlum okkur ekki að vera sama lið í allan vetur, við ætlum að bæta okkur leik fyrir leik. Við skoðum hvað fór úrskeiðis í þessum leik og reynum að bæta úr því."

HK enduðu báða hálfleikana vel en misstu Akureyri of langt fram úr sér um miðjan seinni hálfleik og náðu ekki að jafna.

„Við ætluðum að halda áfram eftir að hafa náð forystu fyrir hálfleik, við hinsvegar klikkum þegar þeir ná forystunni. Við erum að taka óskynsamlegar ákvarðanir sóknarlega og reyna að klára færin of snemma. Á því nærist Akureyraliðið og ná forystu sem við náum ekki að brúa þótt við höfum verið nálægt hér undir lokin," sagði Kristinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×