Viðskipti erlent

Eik Banki setur fjárlög Færeyja í uppnám

Vandamál Eik banki í Færeyjum hafa sett færeysku fjárlögin í uppnám. Leggja átti fjárlögin fram á þingi eyjanna. Lagtinget, í dag en fyrir liggur að þeim þarf að breyta ef Færeyingar ætla að koma í veg fyrir bankaþrot.

Þetta kemur fram í máli Brynhild Thomsen ritstjóra stærsta dagblaðs Færeyja, Dammilætting, í samtali við börsen.dk.

„Framlagning fjárlaganna rekst á fréttirnir um Eik Banki," segir Thomsen. „Ef ríkisstjórnin kemur bankanum ekki til aðstoðar eigum við bankahrun á hættu."

Thomsen tekur fram að björgunaraðgerð fyrir Eik Banki verði að liggja fyrir áður en svokallaður bankpakke I rennur út á fimmtudaginn kemur. Bankpakke I var sérstök aðgerð danskra stjórnvalda til aðstoðar danska bankakerfinu en færeysku bankarnir nutu góðs af þeim pakka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×