Lífið

Guðdómlegir kjólar á markaði

Erna og vinkonur hennar ætla að tæma fataskápana á Boston í kvöld.fréttablaðið/arnþór
Erna og vinkonur hennar ætla að tæma fataskápana á Boston í kvöld.fréttablaðið/arnþór
Fatahönnuðurinn Erna Bergmann, fatahönnunarneminn Guðrún Tara, fyrirsætan Eva Katrín og Helena Jónsdóttir slá upp fatamarkaði á pallinum á Boston í kvöld klukkan átta.

„Við stöllurnar ætlum að hreinsa úr skápunum hjá okkur vegna plássleysis og lofum við gulli og grænum skógum,“ segir Erna. „Við verðum með sérstaklega fallegan fatnað á markaðnum. Allt frá guðdómlegum kjólum eftir þekkta fatahönnuði til antíkstykkja sem við höfum fundið á mörkuðum og „second hand“-verslunum úti um allan heim.“

Erna segir að þær eigi allar sérstaklega fallegt safn af kjólum, kápum, hælum og alls kyns gersemum.

„Af þeim sökum mælum við hiklaust með því fyrir allar dömur og löggiltar tískudrósir að mæta á markaðinn og gera kaup lífs síns,“ segir hún. „Það er bara þannig, og muna að hafa góða skapið og beinharða peninga meðferðis.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.