Viðskipti erlent

Kreppan drepur rómantíkina á vinnustöðum

Ein af afleiðingum kreppunnar er að rómantíkin á vinnustöðum dalar og ástarsamböndum vinnufélaga fækkar töluvert.

Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru í tímartinu Businessweek sögðu 50% starfandi Bandaríkjamanna að þeir höfðu átt í ástarsambandi við vinnufélaga sinn einhvern timann á æfinni árið 2006. Í ár er þetta hlutfallið dottið niður í 37%.

Höfuðorsakir þess að rómantíkin á vinnustöðum dalar eru óttinn við lögsóknir í framhaldi af slíku og óttinn við uppsagnir. Annað sem ógnar vinnustaðarómantíkinni eru fyrrum brotttreknir starfsmenn sem halda því síðar fram að þeim hafi verið sagt upp vegna kynferðislegrar áreitni yfirmanna sinna og höfða jafnvel mál vegna þess.

Þetta er ekki gott fyrir viðkomandi vinnustaði. Frederick S. Lane höfundur bókarinnar "Hinn nakti starfsmaður" segir að pör sem vinna saman séu yfirleitt lengur í vinnu sinni á hverjum degi en samstarfsmennirnir, taka færri veikindadaga og eru hliðhollari vinnustað sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×